Brosandi skaltu ganga

Brosandi skaltu ganga þinn veraldarveg
ef von þín er traust og ætlunin frambærileg.
Ekki skaltu með andvörpum ryðja þér leið.
Ánægja þín á að vígja þitt baráttuskeið.
Daglætin renni sem dáðir í göngunnar sjóð.
Dagmálagleðin skal semja þitt kvöldvökuljóð.

Guðmundur Ingi Kristjánsson, 9. janúar 1985

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *